Sungið á íslensku táknmáli

Sungið á íslensku táknmáli

Á dögunum birtum við á Signwiki 12 lög sem þýdd voru á ítm. Þessi 12 lög bætast þá við þau lög sem fyrir voru á Signwiki. Verkefnið sem um ræðir heitir „Syngjum saman: íslensk lög þýdd og túlkuð á íslenskt táknmál“. Þetta verkefni varð að veruleika fyrir tilstilli Tónlistarsjóðs í umsjá Rannís en þau styrktu verkefnið sem er ætlað táknmálsbörnum, þ.e.a.s börnum sem nota íslenskt táknmál til daglegra samskipta eða eru að læra það. Markmið þessa verkefnis er annars vegar að auðvelda aðgengi táknmálsbarna að barnasamfélaginu og hins vegar að veita þeim tækifæri til að syngja þekkt barnalög á ÍTM.

Við fengum Kolbrúnu Völkudóttur til liðs við okkur. Hún og táknmálstúlkar hér á SHH unnu þetta verkefni.

Hér má sjá öll þau lög sem þýdd hafa verið á ítm og eru aðgengileg á Signviki: Sungið á ÍTM

Góðar stundir!


Grein rituð þann 18.11.2021