Sinubruni í Táknmálslundi

Sinubruni í Táknmálslundi

Okkur á Samskiptamiðstöð þykir leitt að þurfa að tilkynna að Táknmálslundur varð sinueldi í Heiðmörk að bráð. Þau tré sem gróðusett höfðu verið í lundinn í fyrra brunnu því miður einnig. Við vonumst til þess að það rigni duglega á næstunni svo askan hverfi ofan í jarðveginn. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur sagt okkur að ekki sé ráðlagt að fara um svæðið þar sem afar fín aska getur þyrlast upp og haft slæm áhrif á öndunarfæri. Við munum geta hafið gróðursetningu að nýju í lundinum en óvíst er hvenær nákvæmlega það verður og verður það tilkynnt síðar.

Grein rituð þann 20.05.2021