Samskiptamiðstöð tekur græn skref

Samskiptamiðstöð hefur sótt um að taka þátt í verkefninu Græn skref í ríkisrekstri.
Markmið með grænum skrefunum í ríkisrekstri er að uppfylla skilyrði í stefnu stjórnvalda um umhverfisvænan rekstur ríkisstofnana. Með þátttöku gefst okkur tækifæri til að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti í samstarfi við Umhverfisstofnun.
Hægt er að fá viðurkennd fimm skref og hvert skref inniheldur mismunandi margar aðgerðir eftir hverjum flokki.
Fylgja þarf skýrum gátlistum og uppfylla þarf ákveðinn fjölda aðgerða í hverju skrefi til að geta fengið skref viðurkennd.