Ráðstefna norrænna táknmálstúlka

Ráðstefna norrænna táknmálstúlka

Undanfarin ár hafa norrænir táknmálstúlkar hist á ráðstefnum annað hvort ár, í þetta skiptið var ráðstefnan haldin rafrænt dagana 29. og 30. janúar og var skipulögð af Finnum. Ráðstefnan bar heitið „Let‘s interact! – making effective connections with colleagues and the sign language community. Þátttakendur voru 150 að þessu sinni frá öllum Norðurlöndunum.

Fjórir starfsmenn SHH tóku þátt að þessu sinni:

- Árný vegna fagstjórnar og kennslu í túlkanámi HÍ

- Lína vegna fjar- og myndsímatúlkunar

- Eyrún vegna kennslu í túlkanámi HÍ

- Fríða vegna yfirstandandi MA rannsóknar á táknmálstúlkun

Fyrirlestrar og umræður fjölluðu að töluverðu leiti um fjartúlkun þar sem Covid ástandið í heiminum hefur breytt túlkaþjónustunni og túlkanámi mikið s.l. ár. Fyrirlestrar voru ýmist fluttir fyrir allan hópinn í einu eða í minni vinnustofum og einnig gafst færi á spjalli í litlum hópum um fyrirlestrana.

Næsta ráðstefna verður haldin í Danmörku árð 2023, vonandi verða einnig þátttakendur frá SHH þá.

Grein rituð þann 15.02.2021