Önnin fer vel af stað

Önnin fer vel af stað

Árið 2021 leggst vel í okkur og önnin fer vel af stað. Kennarar og túlkar hafa undanfarið sinnt verkefnum Samskiptamiðstöðvar í fjarþjónustu. Það er eflaust komið til að vera í meira mæli en áður hefur verið, sem er ánæjuleg viðbót við okkar fjölbreyttu starfsemi. Nú er það þó svo að með aukinni tilslökun eru túlkar og kennarar farnir að sinna meiri staðtúlkun og staðkennslu, öllum til mikillar ánægju.

Okkur berast fleiri pantanir nú en undanfarið þannig að fólk er greinilega orðið bjartsýnna fyrir komandi tímum.

Við minnum á að takmarkanir eru enn í gildi og við fylgjum þeim reglum sem okkur eru settar. Við erum þó vongóð um að nú sé farið að sjást í endan á þessum heimsfaraldri.

Grein rituð þann 15.01.2021