ÍTM námskeið fyrir döff innflytjendur

ÍTM námskeið fyrir döff innflytjendur

Í síðustu viku lauk námskeiði í ÍTM fyrir döff innflytjendur. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á kennslu í íslensku táknmáli sem annað mál fyrir döff innflytjendur hér á landi.

Kennslan fór fram hér á Samskiptamiðstöð, samtals 32 kennslustundir og var námskeiðið unnið að fullu í samræmi við samevrópska tungumálarammann fyrir táknmál.


Nemendur voru hæst ánægðir með námskeiðið og greinilegt að þörfin á námskeiði sem þessu er mikil þar sem ÍTM er lykillinn að íslensku samfélagi og þátttöku í atvinnulífinu hér á landi.

Kennarar á námskeiðinu voru þau Júlía G. Hreinsdóttir og Uldis Ozols . Um námsefnisgerð sá Nedelina Ivanova. Guðni Rósmundsson sá um allar upptökur á námsefni.

Námskeiðið var styrkt af Þróunarsjóði innflytjendamála í umsjá Félagsmálaráðuneytis.

Grein rituð þann 15.11.2021