Dagur mannréttinda barna

Dagur mannréttinda barna

Dagur mannréttinda barna er þann 20. nóvember.

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er mikilvægur mannréttindasamningur sem hefur verið staðfestur af flestum þjóðum.

Barnasáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn séu fullgildir einstaklingar með sjálfstæð og víðtæk réttindi og kveður á um vernd grundvallarmannréttinda þeirra, svo sem réttinn til lífs, friðhelgi fjölskyldu- og einkalífs, félaga-, skoðana-, tjáningar- og trúfreslsis.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi, UNICEF á Íslandi og umboðsmaður barna, í samvinnu við Menntamálastofnun, standa að gerð vefsíðu barnasáttmálans og útgáfu fræðsluefnis um Barnasáttmálann og sá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra um að þýða greinar sáttmálans yfir á íslenskt táknmál. Vefurinn verður formlega opnaður þann 20. nóvember. Barnasattmali.is

Grein rituð þann 19.11.2020