Aukaopnun myndsímatúlkunar

Aukaopnun myndsímatúlkunar

Aukaopnun myndsímatúlkunar kl. 19-21 í kvöld, fimmtudag.

Í ljósi aðstæðna verður myndsímatúlkun opin í kvöld kl. 19-21 svo hægt sé að hafa samband við 1700 eða aðra heilbrigðisþjónustu utan almenns afgreiðslutíma myndsímatúlkunar.

Þá verður opnunartími myndsímatúlkunar einnig lengdur í næstu viku og verður opið kl. 9-16 dagana 9.-13. mars.

Athugið að þessi viðbót við opnunartíma myndsímatúlkunar er tímabundin ráðstöfun. Komi til frekari aukaopnana verða þær auglýstar sérstaklega á næstu dögum.

Grein rituð þann 05.03.2020