Táknmálsnámskeið 2

12.10.2020

Táknmál 2 hefst 19. október til 30. nóvember og er kennt á mánudögum og miðvikudögum kl. 12:00-13:00

Námskeiðið er fjarkennt og kostar 16.640

Skráning fer fram á shh@shh.is

Lesa meira

Nýtt starfsfólk

09.10.2020

Nú í haust hófu fjórir nýir starfsmenn störf á Samskiptamiðstöð og tveir starfsmenn komu tilbaka úr leyfi.

Lesa meira

Táknmálslundur opnaður

05.10.2020

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra fékk úthlutað eins hektara landnemaspildu í Heiðmörk hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur fyrr á þessu ári. Föstudaginn 25. september síðastliðinn, í alþjóðaviku döff, var Táknmálslundur formlega opnaður á þeirri landnemaspildu þegar vaskir starfsmenn Samskiptamiðstöðvar og félagsmenn í Félagi heyrnarlausra komu saman og gróðursettu þar 90 tré. Samskiptamiðstöð gaf Félagi heyrnarlausra 60 tré í tilefni 60 ára afmælis félagsins þann 11. febrúar sl. og Félag heyrnarlausra gaf Samskiptamiðstöð 30 tré í tilefni afmælis stofnunarinnar 31. desember nk.

Lesa meira

Táknmálsnámskeið - byrjendanámskeið

15.09.2020

Ákveðið hefur verið að bæta við einu táknmálsnámskeiði nú á haustmisseri. Tákn 1 verður kennt hér á Samskiptamiðstöð á þriðjudögum kl. 11 – 12 og á fimmtudögum kl. 12 – 13.

Lesa meira