Ársskýrsla SHH 2019

Ársskýrsla Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra 2019 er komin út. Skýrslan er á íslensku táknmáli og íslensku. Þegar skýrslan er opnuð sjáið þið gráan takka merktan ÍTM og með rauðum þríhyrning. Ef þið smellið á takkann opnast gluggi með íslensku táknmáli. Þegar þið hafið horft á myndbandið þarf að fara til baka í skýrsluna. Ef þið hins vegar halið skýrslunni niður og smellið þar á ÍTM takkann opnast myndbandið í nýjum glugga og hægt er að horfa á ÍTM á sama tíma og skýrslan er opin.

Í ársskýrslu er ávarp forstöðumanns, stefna, meginmarkmið og skipurit stofnunarinnar auk upplýsinga um mannauð og innra starf. Þá er greint frá verkefnum stofnunarinnar bæði á táknmálssviði og í túlkaþjónustu á árinu 2019. Ársskýrsluna má finna hér:

Ársskýrsla Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra 2019 er á íslensku táknmáli og íslensku