Um SHH

Markmið laga um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra er að stuðla að því að fólk sem reiðir sig á íslenskt táknmál til samskipta geti sótt þjónustu, sem veitt er í þjóðfélaginu, á grundvelli íslensks táknmáls. Hlutverk stofnunarinnar er að vinna að rannsóknum á íslensku táknmáli, kennslu íslensks táknmáls og námsefnisgerð, túlkaþjónustu á milli íslensks táknmáls og íslensku og annarri þjónustu sem fellur undir starfssvið stofnunarinnar.

Starf stofnunarinnar skal sérstaklega nýtast þeim sem nota táknmál til daglegra samskipta við aðra, svo sem heyrnarlausum, heyrnarskertum og daufblindum og fjölskyldum þeirra. Sérstök áhersla skal lögð á þjónustu við börn á máltökualdri og nemendur á öllum skólastigum.