Réttur til túlkunar
Fólk sem reiðir sig á íslenskt táknmál til samskipta í daglegu lífi á rétt á þjónustu táknmálstúlks í öllum samskiptum við opinbera aðila.
Auk þess er Samskiptamiðstöð heimilt að veita endurgjaldslausa túlkaþjónustu vegna daglegs lífs og greiða ferðakostnað táknmálstúlks utan Reykjavíkursvæðisins vegna þess, á grundvelli sérstakrar fjárveitingar á fjárlögum ár hvert. Við afgreiðslu beiðna á grundvelli þessarar heimildar skal gætt jafnræðis milli notenda þjónustunnar, með tilliti til þeirrar fjárveitingar sem til ráðstöfunar er á hverjum tíma. Til að mynda var á árinu 2017 veitt endurgjaldslaus túlkaþjónusta í allt að 3000 tíma. Tímum var deilt út á hvern ársfjórðung:
Janúar - mars 870
Apríl – júní 630
Júlí – september 870
Október – desember 630
Þegar hámarkstímafjölda hvers ársfjórðungs er náð verður ekki veitt endurgjaldslaus túlkaþjónusta aftur fyrr en á næsta árfjórðungi á eftir.
Lög og reglugerðir sem tryggja rétt til túlkaþjónustu
Lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 gr. 5
Lög um framhaldsskóla nr. 92/2008 gr. 34 og gr. 35
Lög um leikskóla nr. 90/2008 gr. 9
Lög um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu nr. 23 /2013 6. gr.
Lög um fjölmiðla nr. 38/2011 gr. 30
Lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls, nr. 61/2011
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólksSveitarstjórnarlög, nr. 138 / 2011 gr. 130
Reglugerð um túlkun á upplýsingum um heilsufar og meðferð fyrir sjúklinga
Reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla 585/2010 4. gr.