Panta túlkun

Tekið er við túlkapöntunum alla virka daga milli 8:00 til 16:00 í síma, smáskilaboðum og tölvupósti.

Sími: 562 7702 / 562 7738

SMS: 896 7701

Tölvupóstur: tulkur@shh.is

Athugið að sé þörf á túlkun í neyðartilvikum, utan skrifstofutíma Samskiptamiðstöðvar, skal hafa samband við 112 sem sendir út neyðarboð á túlka.

Upplýsingar sem þurfa að koma fram þegar pantaður er túlkur eru eftirfarandi:

Fullt nafn þess sem pantar túlkinn.

Nöfn þeirra sem nýta sér túlkun - þess sem talar íslenskt táknmál og þess sem talar íslensku.

Dagsetning verkefnis, tími og lengd.

Hvar túlkun skuli fara fram.

Hvað eigi að túlka, s.s. viðtal, fundur eða ráðstefna.

Ef þörf er á túlkun milli annarra mála en íslensku og íslensks táknmáls þarf að taka það fram.

Undirbúningsefni s.s. glærur eða texta, þegar það á við, er gott að fá sent á netfang túlkaþjónustunnar með góðum fyrirvara.