Greiðsla fyrir túlkaþjónustu

Innheimtar eru 10.134 krónur fyrir hvern túlkaðan tíma. Innifalið í verði er umsýslukostnaður, ferðakostnaður, ferðatími og venjulegur undirbúningur.

Að lágmarki er innheimt fyrir eina klukkustund og eftir það fyrir hvern byrjaðan hálftíma. Ef fyrirsjáanlegt er að verkefni framlengist umfram pantaðan tíma og túlkur getur unnið lengur er einnig innheimt fyrir umframtímann. Ekki er þó hægt að gera ráð fyrir að túlkur geti verið lengur en bókaður tími segir til um.

Ef pöntun er afbókuð innan við 24 tímum áður en verkefni hefst er innheimt lágmarksgjald, ein klukkustund fyrir hvern túlk. Túlkun, sem samið hefur verið um fyrir heila önn þarf að segja upp með hálfs mánaðar fyrirvara.

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi greiðslu fyrir túlkaþjónustu er velkomið að hafa samband við skrifstofu túlkaþjónustu í síma 562 7702 eða senda tölvupóst á tulkur@shh.is.