Túlkaþjónusta
Meginmarkmið táknmálstúlkaþjónustu er að stuðla að ríkari þátttöku og aðgengi heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra að þjónustu sem víðast í þjóðfélaginu. Auk þess veitir túlkaþjónustan túlkanemum á háskólastigi verklega þjálfun samkvæmt sérstökum samningum við stofnanir sem annast menntun táknmálstúlka.
Vinna túlka fer aðallega fram þar sem þjónusta samfélagsins er veitt s.s. í skólum eða á heilbrigðisstofnunum, fundum eða annars staðar þar sem döff fólk sækir þjónustu eða á samskipti við fólk sem reiðir sig á íslensku til samskipta.
Skrifstofa túlkaþjónustu er opin alla virka daga frá klukkan 8:00 til 16:00.
Sími 562 7702 / 562 7738
SMS: 896 7701
Neyðarþjónusta eftir kl. 16, um helgar og á lögbundnum frídögum fer fram með milligöngu 112.
Lögreglan, læknavaktir og aðrir aðilar sem sinna fólki í veikindum eða neyð utan skrifstofutíma hafa samband við 112 Neyðarlínuna. Þar er skráður listi yfir táknmálstúlka sem sinna túlkun í neyð utan skrifstofutíma.
Netfang: tulkur@shh.is