Samstarf

Stofnunin skal eiga samstarf við félagasamtök og opinbera aðila er fjalla um málefni heyrnarlausra og heyrnarskertra, þ.á.m. félagsþjónustu sveitarfélaga, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, skóla, Heyrnar- og talmeinastöð Íslands og Menntamálastofnun. Auk þess hefur Samskiptamiðstöð átt samstarf við Félag heyrnarlausra frá upphafi og við Málnefnd um íslenskt táknmál frá skipun hennar.

Stofnunin hefur tekið þátt í fjölda samstarfsverkefna á starfsviði sínu s.s. rannsókna, kennslu táknmáls og annarra tungumála, túlkaþjónustu, námsefnisgerðar, hugbúnaðarþróunar og þróunarsamvinnu.

Stöðin hefur frá upphafi tekið þátt í fjölda alþjóðlegra samstarfsverkefna á starfssviði sínu sem hafa verið sterkur hvati að þróun og eflingu stofnunarinnar.