Táknmálstúlkun

Engar birtar rannsóknir hafa verið gerðar á táknmálstúlkun hér á landi. Árný Guðmundsdóttir táknmálstúlkur gerði rannsókn á því hvað geri góðan táknmálstúlk sem lokaverkefni til MA gráðu í fötlunarfræðum við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Með rannsókninni var leitast eftir sjónarhorni döff notenda og starfandi túlka. Niðurstöðum rannsóknarinnar er ætlað að gagnast öllum þeim sem tengjast táknmáli og túlkun þess á einhvern hátt. Ritgerðin er aðgengileg í heild hér.