Rannsóknir

Unnið er að rannsóknum á íslensku táknmáli, máltöku og táknmálssamskiptum auk söfnunar og skráningar málheildar íslenska táknmálsins. Einnig er unnið að margs konar þróunarverkefnum, s.s. þróun prófa og greiningartækja, námsefnis, aðferða við kennslu táknmáls og hugbúnaðarþróun, ásamt nýsköpun á sviði túlkunar og táknmálssamskipta.

Niðurstöður rannsókna- og þróunarverkefna á Samskiptamiðstöð birtast ýmist í formi tímarrits- eða netgreina og bókarkafla, fyrirlestra, veggspjalda, í formi breyttra eða bættra kennsluaðferða, námsefnis, vefsíðna og/eða hugbúnaðar.

Rannsókna- og þróunarverkefni hafa verið unnin í samvinnu við Háskóla Íslands og erlenda fræðimenn. Frá árinu 2011 hafa þær rannsóknir sem stundaðar eru á Samskiptamiðstöð heyrt undir Rannsóknastofu í táknmálsfræðum (RÍT). Nánari upplýsingar um Rannsóknarstofu í táknmálsfræðum má finna á heimasíðu Málvísindastofnunar.